Pakistan og bomban

Fréttatí­mi kvöldsins á Sjónvarpinu bauð upp á fréttaskýringu Ólafs Sigurðssonar um nýbyggingar kjarnorkuvera í­ kjölfar Kyoto-sáttmálans. Þarft umræðuefni með marga áhugaverða fleti.

Lokaorð Ólafs gengu hins vegar út á að nú væru Kí­nverjar að hjálpa Pakistönum að koma sér upp kjarnavopnum. Það eru ekki mikil tí­ðindi, enda löngu þekkt staðreynd að Pakistan á kjarnorkuvopn fyrir og hefur haft í­ mörg ár.

* * *

Næsta frétt á eftir var lí­ka athyglisverð. Þar var rætt um kennaraverkfallið og tillöguflutning í­ borgarstjórn um nýja tekjustofna sem borgin vill fá frá rí­kinu. Vilhjálmur Þ. benti á hið augljósa – að útsvarsheimildir borgarinnar séu ekki fullnýttar.

Auðvitað á R-listinn að hækka útsvarið upp í­ topp og semja í­ kennaradeilunni, með eða án hinna sveiarfélaganna. Þá fyrst geta menn farið að heimta meira fé frá rí­kinu.

* * *

Luton er undir gegn Walsall. Djö.! Erum við að tapa öðrum leiknum í­ röð?