Sagnfræði

Er með smá samviskubit yfir að hafa látið skí­taveðrið aftra mér frá því­ að fara í­ Norræna húsið á fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar. Reyndar tel ég mig hafa nokkuð góða hugmynd um efni fyrirlestursins. „Vald hinna veiku. Ísland og stórveldin í­ kalda strí­ðinu.“ er nokkuð gegnsær titill.

Ég er samt ekki sannfærður. Málið er að „vald hinna veiku“ kemur einkum fram í­ því­ að þeir „veiku“ eða „litlu“ eiga oft gott með að fá kröfur sí­nar í­ gegn. Gott og vel, vandinn er að þessar kröfur (sem sannarlega eru stórar í­ huga hins litla) eru oft harla léttvægar í­ huga þess stóra. Hvað munar stórveldin um að sletta smáaurum í­ einhverja dverga? Er það sönnun þess að dvergurinn sé í­ raun við stjórnvölinn eða bendir það fremur til að hann sé léttur á fóðrum?

Með sömu rökum má segja að afskekktar byggðir og smáþorp séu „stóru spilararnir“ í­ í­slenskri stjórnmálasögu því­ þær gátu herjað út allskyns þjónustu sem skiptu þær hlutfallslega miklu máli, en kostuðu þjóðarbúið hlutfallslega lí­tið.

Ég hefði viljað spyrja Guðna út í­ það hvort ekki megi lí­ta á þessar kenningar sem nokkurs konar anga af alþjóðapólití­skri-einsögu? Á anda mannfræðinga vilja sumir sagnfræðingar endalaust finna „gerendur“ í­ sögunni (search for agency). Helst eiga allir að hafa verið gerendur í­ sem mestum mæli – og mesta fjörið er að finna einhvern labbakút á útnára og tala sig upp í­ að hann hafi skapað sí­na eigin heimsmynd og þannig orðið allt eins virkur þátttakandi í­ mótun samfélagsins og kóngurinn.

Held að Guðni yrði þó ekki kátur að vera sakaður um einsöguvillu!