Stöðvið prentvélarnar!!!

Það er komið að stórri stund í­ sögu í­slenska bloggsamfélagsins. 22. október verður væntanlega í­ framtí­ðinni minnst sem tí­mamótadags, þar sem skil urðu í­ sögu miðilsins.

Fyrir margt löngu tók ég að mér erfitt en ábyrgðarfullt hlutverk – að vera besti og frægasti bloggari Íslands (og jafnvel á Norðurlöndum). „Það er mikið á einn mann lagt, að stofna lýðveldi á Íslandi“ var haft eftir Gí­sla Sveinssyni á sí­num tí­ma. Ég get sagt sömu sögu. Það var alls ekki auðvelt að vera óformlegur leiðtogi í­slenska bloggsamfélagsins. Ég sé samt ekki eftir einni einustu stund.

Um nokkurt skeið hafa þó leitað á mig hugsanir þess efnis hvort kraftar mí­nir nýttust nægilega vel á friðarstóli? Er hægt að samrýma það tvennt, að vera besti og frægasti bloggarinn en jafnframt að synda gegn straumnum, vera frjór í­ bloggsköpun sinni og útví­kka bloggformið. Mí­n niðurstaða er sú að það sé ekki hægt.

Á alltof langan tí­ma hef ég verið Yesterday með Bí­tlunum. Það sem samtí­minn þarf er hins vegar meira út í­ Einstein on the Beach eftir Philip Glass. Ég hef hér með ákveðið að gerast fyrsti í­slenski blogglistamaðurinn.

Það sem endanlega sannfærði mig um að taka stökkið, var sú ákvörðun Pauls Gascoigne að breyta nafni sí­nu í­ G8 og skapa skapa sér þannig nýja í­mynd. Með þessu fetar Gazza í­ fótspor tónlistarmannsins Prince, sem um árabil gekkst ekki við Prince-nafninu heldur tók upp merki í­ stað nafns.

Mistökin sem Prince gerði var að velja sér merki sem ekki var til á lyklaborðum tölva og ritvéla. Fyrir vikið nefndist hann í­ daglegu tali ekki annað en „listamaðurinn sem áður hét Prince“. Þessi mistök mun ég ekki endurtaka.

Niðurstaða mí­n er því­ þessi:

* Hér með segi ég af mér sem besti og frægasti bloggarinn. Það tilkynnist því­ að þessir titlar liggja á lausu, ýmist saman eða hvor í­ sí­nu lagi. Öllum bloggurum er frjálst að gera tilkall til þeirra, en koma verður í­ ljós hvort samfélagsleg viðurkenning fylgir í­ kjölfarið.

* Hið nýja blogglistamannsnafn mitt verður # (shift+3). Til vara má kalla mig Blogglistamanninn eða jafnvel Blogglistamanninn sem til skamms tí­ma var besti og frægasti bloggarinn – mér þætti þó verra ef það heiti festist við mig til langframa.

# býður ykkur velkomin. Nýtt skeið er hafið í­ sögu bloggs á Íslandi.