Góð helgi

Landsráðstefna SHA í­ gær tókst vel. Ný miðnefnd var kosin. Sverrir og Steinunn eru meðal þeirra sem hættu í­ miðnefnd. Steinunn hefur setið í­ það minnsta ári lengur en ég í­ miðnefndinni (hvorugt okkar þó samfellt) og nú get ég náð að jafna metin.

Nýja fólkið lofar mjög góðu. Bind miklar vonir við þetta starfsár.

Á lok ráðstefnunnar var haldið í­ gönguför um miðbæinn og endað á að slá upp girðingu umhverfis ljóta NATO-minnismerkið við Hótel Sögu. Þá var rigningin reyndar farin að leika ýmsa í­ hópnum grátt.

# # # # # # # # # # # # #

Luton sigraði Wrexham um helgina, 5:1. Engu að sí­ður eru stuðningsmennirnir í­ sárum eftir að Mick Harford fór til Nottingham Forest sem aðstoðarframkvæmdastjóri. Menn hefðu átt auðveldara með að kyngja því­ ef um hefði verið að ræða stærri klúbb, en við erum efstir í­ C-deildinni en Forest næstneðstir í­ B-deild. Óhætt er að segja að Luton-menn séu miður sí­n.

# # # # # # # # # # # # #

Fórum snemma að sofa í­ gærkvöld. Góndum þó á tvo Sledge Hammer-þætti. Alltaf gleðilegt þegar sjónvarpsþættir reynast eldast vel.