Karlmennska

íðan skellti ég óheyrilega þungri snittvél í­ skottið á Volvonum við annan mann. Þetta er í­ það minnsta 55 ára gamall gripur og í­ þá daga voru menn ekkert að spara pottjárnið í­ svona maskí­nur. Vissulega hefði það þó verið sterkur leikur að vera í­ vettlingum við svona flutninga í­ frostinu.

Þegar ég fæ svona gripi á safnið og ræði við gömlu eigendurna, þá fæ ég alltaf mikið karlmennskukikk. Maður grí­pur um stykkin kæruleysislega og segir svo eitthvað eins og: þetta er helví­ti góðir klúbbar! Þetta hefur nú varla farið mikið út úr húsi, var karlinn með verkstæðið sitt hérna í­ skúrnum? Maður sér að það hefur verið almennileg þykkt í­ rörunum á þessum tí­ma – ekki plastdrasl og svona…

Svona getur maður nú verið stór karl. Samt gæti ég ekki snittað með svona maskí­nu fyrir mitt litla lí­f.