Lygi er lygi þótt hún sé ljósmynduð…

…man ekki eftir hverjum þetta var haft. Kannski írna í­ Múla? Skiptir ekki höfuðmáli.

Aznar fyrrverandi forsætisráðherra Spánar er búinn að setja nýtt met í­ rökleiðslukeppni ráðamanna á Vesturlöndum sem nú stendur yfir. Á gær kynnti hann til sögunnar nýtt, postmóderní­skt sannleikshugtak.

Rök Aznars voru þessi: Þegar spænska rí­kisstjórnin sagði að Baskar hefðu sprengt í­ Madrí­d – þá sagði hún satt, því­ það var satt á þeim tí­ma. Þegar andstæðingar strí­ðsins í­ írak héldu því­ fram að Al-kaí­da hefði verið að verki – þá lugu þeir, því­ það var ósatt á þeim tí­ma. Sú staðreynd að sí­ðar sannaðist að Al-kaí­da var að verki en ekki Baskarnir breytir engu um sannleiksgildi upprunalegu fullyrðinganna. Hugtökin sannleikur og lygi eru því­ föst og óhagganleg – staðreyndir geta hins vegar flaksast til.

Ég held að Aznar sé búinn að vinna. Rökfræði í­slensku rí­kisstjórnarinnar: „Þeir sem vilja slökkva elda eru með því­ að styðja að kveikt sé í­. Brennuvargar eru góðir menn, því­ þeir gefa slökkviliðsmönnum færi á að vinna vinnuna sí­na“ – kemst varla nema í­ annað sætið.