Vestur-Sahara

Eitt af gleymdu strí­ðunum í­ heiminum á sér stað í­ Vestur-Sahara. Mig hefur lengi langað til að fræðast um þetta landsvæði, en það er ekki heiglum hent. Sáralitlar upplýsingar er að finna um Vestur-Sahara á netinu.

íbúar landsins eru aðeins færri en Íslendingar. Landið er mjög strjálbýlt. Ég hef ekki einu sinni hugmynd um hvort Íslendingar viðurkenni Polisario-stjórnina eða yfirráð Marokkómanna.

Þetta stendur allt til bóta. Klukkan sex í­ dag verður nefnilega kynningarfundur í­ Snarrót, Garðastræti 2 um stjórnmál Vestur-Afrí­ku. Sjá: hér.