Fundurinn reyndist mjög fróðlegur. Þetta er stórmerkilegt samfélag þarna í eyðimörkinni og maður þurfti að kyngja þekkingarleysi sínu margsinnis. Ég vissi til dæmis ekki að Vestur-Saharabúar eru spænskumælandi auk þess að tala arabísku. Fyrir vikið njóta þeir mikils stuðnings ríkja í Römönsku Ameríku.
Fyrirlesarinn virtist samt ekki alveg kunna að lesa hópinn. Augljóslega var hann að tala við hóp af róttæklingum, það mátti sjá af klæðarburði hópsins og aðdraganda fundarins. Engu að síður hagaði hann máli sínu eins og viðmælendurnir væru frjálslyndir miðjumenn – þ.e. með því að leggja ríka áherslu á það hversu sársaukalítið það yrði fyrir Íslendinga að viðurkenna Polisario-stjórnina og að það væri billeg leið til að tryggja sér alþjóðlega virðingu og jafnvel stórgróða.
Meira um Vestur Sahara hérna síðar.