Sloan stendur í ströngu

Eftirlætisbrjálæðingurinn minn á netinu er hinn vænisjúki samsæriskenningasmiður Sam Sloan. Hann er snar og siðblindur, en fjölbreytni áhugamála hans eru heillandi.

Það eru reyndar margir mánuðir sí­ðan ég leit sí­ðast í­ hið magnaða vefsvæði hans, sem inniheldur skrilljón greinar um aðskiljanlegustu málefni. Á ljós kemur að Sloan reyndi að bjóða sig fram til þings og hefur nú staðið í­ fjölda málaferla vegna þess. Þá er tí­ðinda að vænta af málaferlum hans gegn bróður sí­num, en Sam Sloan telur að DNA-rannsókn sanni að bróðirinn sé óskilgetinn og eigi því­ ekki rétt á arfi eftir föðurinn. Maðurinn er kengbilaður.

# # # # # # # # # # # # #

Loksins áhugaverð grein í­ Stúdentablaðinu. Magnús Ólafsson tekur viðtal við Ólaf Grí­m a.k.a. Bókasafnsdrauginn. Magnús hefur áður tekið gott viðtal við Megas. Að öðru leyti hefur nú Stúdentablaðið ekki náð að heilla mig í­ ár.

# # # # # # # # # # # # #

Luton vann Wycombe í­ 2.umferð bikarkeppninnar. Aldrei þessu vant fengum við heimaleik í­ 3.umferð, gegn Brentford að því­ gefnu að Lundúnarliðið leggi utandeildarklúbb.

Athyglisvert er að engin viðureign 64-liða úrslitanna er innbyrðisleikur úrvalsdeildarliða. Hverjar eru lí­kurnar á því­?

# # # # # # # # # # # # #

Björn er loksins farinn að blogga aftur eftir langt hlé. Það er gott, enda hann einn af mí­num uppáhaldsbloggurum.