Þjarkur

Það er ví­st til einhver áfengisgosdrykkur sem einkum er stí­laður upp á unglingsstelpur sem heitir HOOCH. Ef menntaskólaefnafræðin sví­kur mig ekki, þá er HOOCH efnafræðiheitið á maurasýru. Mér skilst að það sé lí­ka til drykkur sem heitir HIV. Það er annað hvort áfengisgos eða orkudrykkur – eða jafnvel hvort tveggja, það þykir ví­st voða sniðugt saman.

Er það dæmi um postmóderní­skt ástand að sakleysislegir drykkir heiti ónefnum? Á sama tí­ma má ganga að því­ sem ví­su að hreinsiefni heita því­ sakleysislegri nöfnum sem innihald þeirra er banvænna. íður en við Steinunn skiptum út baðherberginu, þurfti reglulega að hella Gretti sterka oní­ niðurfallið á sturtubotninum. Grettir sterki var algjör vibbi. Mogginn hefði rutt forsí­ðuna ef einhverjir Íslendingar hefðu rambað á brúsa af þeim lút suður í­ írak.

Á þessum skrifuðum orðum liggja rimlagardí­nur heimilisins í­ baðkarinu, þar sem þær hafa verið marí­neraðar í­ Þjarki, sem er blanda af mörgum háskalegum sýrum. Þessu skola ég svo glaðbeittur út í­ holræsin sem aftur skila ósköpunum út í­ sjó. Tví­tóla marhnútarnir í­ höfninni kunna mér væntanlega litlar þakkir.

# # # # # # # # # # # # #

Kara Swanson, doktorsnemi frá Harvard er á leiðinni til landsins og ætlar að halda fyrirlestur á morgun. Hún stoppar í­ eina nótt á skerinu og gistir á Mánagötunni, að beiðni Skúla. Mér sýnist þetta muni kalla á orlofsdag í­ vinnunni á morgun og svo verði vaknað fyrir allar aldir miðvikudagsmorguninn og keyrt suður til Kebblaví­kur. Hverjum dettur í­ hug að stoppa bara eina nótt á leiðinni milli Amerí­ku og Evrópu – OG að ætla að koma fullt af hlutum í­ verk. Þetta er ekki manneskja sem óttast þotu-þreytu…