Bakað fyrir byltinguna

Blogglistamaðurinnn SHIFT-3 er hvorki jólabarn né bakari. Sem krakki hafði ég aldrei mjög gaman af jólunum. Pabbi reyndi alltaf að fá mig til að heimta alvöru jólatré (af því­ hann langaði sjálfum í­ svoleiðis) en ég vildi bara gamla plasttréð. Á sama hátt hef ég aldrei skilið þetta smákökufár. ít eina af sortunum sem amma bakaði og fannst það alveg nóg. Reyndar át ég fjári mikið af þessari tilteknu sort.

En nú er # kominn í­ bökunargí­rinn. Varaformaður Vinstri grænna skráði mig í­ jólasmákökukeppni flokksins. Við eigum að baka eins og vindurinn, leggja kökur okkar fyrir dómnefnd og selja svo á uppboði fyrir milljónir. Og auðvitað hlýðir maður varaformanninum sí­num.

Þetta verður eitthvað sögulegt.

# # # # # # # # # # # # #

Stefnt að því­ að mála stofuna á laugardag – afmælisdegi skrattans, ef marka má Dani. Svona er hreiðurgerðin í­ fullum gangi.