Blogglistamaðurinnn SHIFT-3 er hvorki jólabarn né bakari. Sem krakki hafði ég aldrei mjög gaman af jólunum. Pabbi reyndi alltaf að fá mig til að heimta alvöru jólatré (af því hann langaði sjálfum í svoleiðis) en ég vildi bara gamla plasttréð. Á sama hátt hef ég aldrei skilið þetta smákökufár. ít eina af sortunum sem amma bakaði og fannst það alveg nóg. Reyndar át ég fjári mikið af þessari tilteknu sort.
En nú er # kominn í bökunargírinn. Varaformaður Vinstri grænna skráði mig í jólasmákökukeppni flokksins. Við eigum að baka eins og vindurinn, leggja kökur okkar fyrir dómnefnd og selja svo á uppboði fyrir milljónir. Og auðvitað hlýðir maður varaformanninum sínum.
Þetta verður eitthvað sögulegt.
# # # # # # # # # # # # #
Stefnt að því að mála stofuna á laugardag – afmælisdegi skrattans, ef marka má Dani. Svona er hreiðurgerðin í fullum gangi.