Á kvöld verður áhugaverður fundur hjá SHA í Garðastræti, þar sem sá góði drengur Lárus Páll heldur framsögu og allir enda svo á að fá sér bjór. Sjá nánar hér.
Er það ofurbjartsýni að halda svona fund á sama tíma og annar hver maður er í prófum? Kannski, en gestir mega alveg halda sig við kaffið.
# # # # # # # # # # # # #
Á nótt var dregið í riðla fyrir úrslitin í forkeppni Asíuhluta HM í fótbolta. Riðlarnir eru tveir, leikið verður heima og heiman. Efstu tvö lið úr hvorum riðli komast beint til Þýskalands en liðin í þriðja sæti mætast innbyrðis og sigurvegarinn keppir við fulltrúa frá Norður- og Mið-Ameríku um launst sæti.
A-riðillinn er sterkari. Þar eru Suður-Kóreumenn langsigurstranglegastir. Sádi-Arabía og Úzbekistan eru væntanlega af svipuðum styrkleika og Kuwait gæti haldið að koma á óvart, eftir að hafa slegið Kínverja úr keppni. Spái Úzbekum áfram ásamt Suður-Kóreu.
B-riðillinn verður æsispennandi. Japanir eru sterkastir á pappírnum, en eru með miklu brothættara lið en t.d. Suður-Kórea. íran er almennt talið næststerkast, en Bahrain og Norður-Kórea eru bæði stór spurningamerki.
Bahrain hefur tekið stórstígum framförum síðustu ár, en haft þann slæma ósið að tapa fyrir veikari liðum. Um Norður-Kóreumenn er lítið vitað. Landið dró sig út úr síðustu heimsmeistarakeppni og er líklega þess vegna svona neðarlega á FIFA-listanum og lenti því í neðsta sæti við styrkleikaröðunina núna.
Eitthvað segir mér að Bahrain hafni í neðsta sætinu og ætli maður verði ekki að hallast að japönskum sigri í riðlinum? Annars væri skemmtilegt ef Norður- og Suður-Kórea kæmust bæði í úrslitakeppnina. Þá spái ég því að ríkin myndu senda sameiginlegt lið til keppni og skipuleggjendanna biði mikill höfuðverkur að úthluta lausa sætinu eitthvert annað.