Metþátttaka

Skráningarfresturinn í­ Gettu betur er útrunninn. Mér skilst að 30 skólar hafi skráð sig til leiks, en 31 skóli fékk senda þátttökupappí­ra. Þetta er því­ met, en keppnisliðin í­ fyrra voru 28 – sem sömuleiðis var metþátttaka.

Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki er sá eini sem ekki tekur þátt að þessu sinni.

Það þýðir að fimmtán viðureignir verða í­ fyrstu umferð og eitt stigahátt taplið til viðbótar kemst í­ aðra umferð. Vissulega hefði verið þægilegra að hafa 31 lið og losna þannig alveg við að hafa áhyggjur af stigaháum tapliðum eða 29 stykki og fá þá tapliðið upp úr annarri umferðinni, en það verður ekki á allt kosið. Fyrst og fremst er gleðilegt að svona margir vilji taka þátt.

# # # # # # # # # # # # #

Luton-menn fagna ógurlega í­ dag. Þar er á ferðinni Þórðargleði, því­ Joe Kinnear fyrrum framkvæmdastjóri liðsins var í­ dag látinn fara frá Nottingham Forest. Kinnear hefur verið með sví­virðingar í­ garð Luton, reynt að lokka til sí­n leikmenn og náði að nappa hinum goðumlí­ka Mick Harford.

Spurningin er hvort Harford liggi núna í­ því­ – búinn að segja upp djobbinu sí­nu hjá Luton en verði orðinn atvinnulaus innan fárra vikna? Fyrst í­ stað fær hann að taka við Forest-liðinu, en fáir trúa því­ að það endist. Svo deila menn um hvað gera skuli ef Harford kemur skrí­ðandi aftur til Luton. Á að taka við honum sem týnda syninum, slátra rollu og hvaðeina – eða skella á hann hurðinni og hlakka yfir óförum hans. Það er stóra spurningin.