Sverrir bloggar í dag um Íslandskortið í Ráðhúsinu. Það er vissulega rétt að það er gaman að skoða það, en væri ekki nær að láta það snúa rétt? Sem stendur vísar suðurströndin í hánorður en Norðurland til suðurs. Þetta eru nú ekki góð vísindi að mínu viti.
Hugsið ykkur hvað það myndi gefa fólki skemmtilegan vinkil á Ísland ef það horfði á það frá svölunum í Ráðhúsinu líkt og frá Grænlandi og suður úr. Við höfum alltaf gott af því að skipta um sjónarhorn öðru hverju.
Annars er synd með Íslandslíkanið að það nýtur sín ekki eins og til stóð í upphafi. Það átti að tengjast nokkrum slæds-vélum sem beindu geisla að tilteknum stöðum á landinu og vörpuðu svo upp ljósmyndum af sömu stöðum. Það rakst hins vegar á við hönnun salarins og ekkert varð af uppsetningu búnaðarins sem mér skilst að hafi þó verið keyptur fyrir talsvert fé.
# # # # # # # # # # # # #
Föstudagskvöldi varið í að skrúbba eldhúsið. Varla fær maður mörg rokkstig fyrir það, en heilbrigðiseftirlitið lokar amk. ekki sjoppunni í bráð.
Síðasta árið höfum við haft jólagardínur í glugganum og nágrannar jafnvel farið að færa það í tal við okkur að við séum „fólkið með jólagardínurnar“. Nú, viku fyrir jól hafa þær verið teknar niður og hefðbundnar, bráðhuggulegar borgaralegar gardínur settar upp í eldhúsinu. Skrítið.
# # # # # # # # # # # # #
Forest gerði jafntefli í kvöld, heima gegn Leicester. Nú hlæja marbendlar í Luton.
Jamm.