Dauflegur Bond

Sjaldan hefur Bond verið jafnlangdreginn og að þessu sinni, það gerist varla nokkur skapaður hlutur. Enginn þrjótanna er fatlafól, en reyndar eru mannætuhákarlarnir á sí­num stað. Brúðkaupsdramað í­ byrjuninni virtist hálftí­mi. Alltaf skal maður þó horfa á þessar myndir, á hverju einasta sunnudagskvöldi. Hvað skal gera þegar serí­unni er lokið?

# # # # # # # # # # # # #

Ólafur Teitur var plebbi dagsins í­ Sunnudagsþættinum. Senan þar sem hann dró fram myndina af nútí­malistaverkinu, benti á hana og fór að þusa yfir að þetta listaverk kostaði fúlgur en hann skildi ekki hvað það ætti að sýna. – Hann roðnaði nú þegar hinir hæddust að honum.

# # # # # # # # # # # # #

Hörkufí­n veisla sí­ðdegis hjá Harra frænda sem var að útskrifast sem bakari. Litla frænka úr Borgarnesinu var stjarna kvöldsins. Vissi fátt skemmtilegra en að láta ókunna ættingja halda á sér. En óskaplega getur barnið verið með stórar kinnar. Smábörn með stórar kinnar eru eitthvað það kúnstugasta sem til er.