Líbanon í Júróvisíon

Á dag frétti ég, mér til óblandinnar ánægju að Lí­banon muni taka þátt í­ næstu Júróvisí­onkeppni. Því­ fagna allir góðir menn.

Þátttaka ísraela hefur oft verið gerð að umtalsefni og hvers vegna verið sé að púkka upp á Así­uþjóð í­ keppninni. Harðsnúnir Júróvisí­on-nördar rifja þá oft upp þátttöku Marokkó í­ keppninni í­ byrjun áttunda áratugarins og er það vissulega gott besserwiss.

Staðreyndin er hins vegar sú að keppnisrétturinn fer ekki eftir því­ hvort viðkomandi rí­ki sé Evrópuland, heldur hinu hvort það sé aðili að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Það eru bæði ísrael og Lí­banon, en einnig öll Norður-Afrí­kulöndin við Miðjarðarhafið frá Marokkó til Egyptalands og Sýrland.

Ef arabaheimurinn kærði sig um gæti hann lagt undir sig þessa keppni á einni nóttu. Þá er hætt við að aðildin að „bandalagi hinna staðföstu“ gæti komið einhverjum í­ koll…