Er ekki alveg búinn að melta þessa sjónvarpsmynd. Senan með kinnhestinum var þó laus við alla dramatík og ofleikur á köflum.
En þar sem sjá mátti af kynningunni að búið er að selja þáttinn til flestallra Norðurlandanna – hvað munu þá Skandínavar hugsa þegar myndinni lýkur skyndilega og sköllóttur, eldri karl birtist á skjánum (Jón Bö) og leggur ríka árherslu á að Gunnar og Njáll hafi ekki verið hommar, án þess að neitt hafi komið fram í myndinni sem ýtti undir þá skoðun?
# # # # # # # # # # # # #
Nú á að eyða söluhagnaðinum af Landssímanum í að byggja spítala – segir Davíð.
Þetta er skemmtilegt í ljósi þess að nota átti símahagnaðinn að hluta í að bora göng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Siglufjarðargöng. Þessi nýja ákvörðun mun þá væntanlega þýða að hætt verði við Siglufjarðagöngin og múrað upp í gatið til Fáskrúðsfjarðar. Ekki er hægt að nota sömu peningana tvisvar?
# # # # # # # # # # # # #
Luton tapaði fyrir Brentford í bikarnum og er úr leik. Þrjú jafntefli og eitt tap úr síðustu fjórum leikjum. Það er ekki góðs viti. Heimaleikur á laugardaginn kemur gegn Rochdale sem er eitt lakasta lið deildarinnar. Við verðum, verðum, verðum að snúa gæfunni okkur í vil í þeim leik. Vantar kannski nýjan framherja eftir allt saman?