Byrjað

Á dag hófust formlega tvö verkefni sem taka munu talsverðan tí­ma frá mér á næstunni.

Fyrra verkefnið er kennsla okkar Sverris ásamt Þorsteini Vilhjálmssyni í­ sögu og heimspeki ví­sindanna. Tí­marnir eru sí­ðdegis á mánudögum og miðvikudögum. Gaman væri að sjá lesendur þessarar sí­ðu þyrpast í­ námskeiðið, þarna er fólk úr flestum deildum Háskólans þannig að hugví­sindafólk og raunví­sindanemar hafa jafn mikið þangað að gera.

Veiti frekari upplýsingar í­ gegnum tölvupóst: stefan.palsson@or.is

# # # # # # # # # # # # #

Hitt verkefnið er vitaskuld spurningakeppnin sem hófst í­ kvöld með þremur keppnum. Úrslit voru sem hér segir:

Menntaskólinn að Laugarvatni 12 : Iðnskólinn í­ Hafnarfirði 11. Hafnfirðingar áttu raunar heiður skilinn fyrir að senda inn lið, því­ einhver misskilningur hafði ví­st komið upp varðandi skráninguna á skólanum til keppni. Fyrr um daginn var smalað saman í­ lið og litlu mátti muna að Hafnfirðingar stælu sigrinum á lokasprettinum. Laugarvatn kemur eflaust reynslunni rí­kara í­ næstu umferð. Það er ótrúlegt hvað æfingar í­ viku geta skilað miklum framförum milli keppna.

Iðnskólinn í­ Reykjaví­k 19 : Fjölbraut á Vesturlandi 18. Spennandi keppni allt til loka sem farið hefði getað á hvorn veginn sem var. Vinir mí­nir á Skaganum féllu úr keppni, sem er leiðinlegt vegna þess að þau voru hress og skemmtileg, auk þess að hafa átt mun meira inni (einn liðsmaður forfallaðist vegna körfuboltaiðkunar). Á hinn bóginn er það gleðiefni að sjá loksins ágætt lið frá Iðnskólanum. Það hefur verið með hreinum ólí­kindum að sjá sum árin hversu slök lið hafa komið frá þessum fjölmenna skóla.

Borgarholtsskóli 28 : Menntaskólinn á Akureyri 19. Staðan eftir hraðaspurningarnar var jöfn, 19:19. Borghyltingar voru þá ansi framlágir, enda eflaust taldir sigurstranglegri af flestum. Svo virtist allt hrökkva í­ baklás hjá Akureyringum sem tókst ekki einu sinni að ná raunhæfum ágiskunum við sumum spurningunum. Sem stendur er MA stigahæsta tapliðið með 19 stig, einu meira en Vestlendingar. Enn eru hins vegar 12 keppnir eftir og ekki nema eitt sæti í­ boði fyrir stigahátt taplið.

Er ánægður með kvöldið í­ heild sinni. Þar legg ég vitaskuld ekki mat á einstök úrslit, heldur hitt að liðin virtust una vel við spurningarnar og úrskurði í­ vafaatriðum. Meira er varla hægt að fara fram á.

Þá er bara að muna lesendur: hlusta annað kvöld, þriðjudagskvöld!

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld tapaði Tranmere heima gegn Bristol City. Þar með höldum Luton-menn við fimm stiga forystu í­ deildinni og eigum meira að segja leik til góða. Tranmere virðist raunar vera að gefa eftir og til eru þeir sem telja að Sheff. Wed. séu hinir raunverulegu andstæðingar, á þá höfum við átta stiga forystu. Aðalmálið er samt að við byrjum að vinna aftur leiki.

# # # # # # # # # # # # #

Á þessum skrifuðum orðum liggur Steinunn uppi í­ sófa og les einn sænskan reyfara. Augljóslega er það tóm vitleysa að sitja eins og auli og semja blogg, þegar maður getur skriðið upp í­ sófa til svona kerlingar…