Gleði og fögnuður í Safamýri! Þorbjörn Atli Sveinsson er snúinn aftur eftir ársdvöl í írbænum. Þessu fagna allir góðir menn. Það var skelfilegt að þurfa að sjá Bjössa spila í appelsínugula búningnum síðasta sumar. Þorbjörn Atli er uppáhaldsleikmaður flestra Framara, enda blár í gegn, gríðarlegur keppnismaður og frábær náungi. Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi. Spurning um að skjótast í bakarí í hádeginu og kaupa köku?