Á hádeginu fór ég til rakara í fyrsta skipti í óratíma, enda hefur Steinunn séð um að klippa mig síðustu misserin. Að þessu sinni þótti mér þó rétt að líta aftur á minn mann á Hótel Sögu, enda ekki bara klipping á dagskránni heldur rakstur líka. Lét fjarlægja allt skeggið og er óskaplega berrassaður í framan núna. Þetta eru mikil viðbrigði.
Þá er líka eins gott að vorið og hlýja veðrið fari að koma…
# # # # # # # # # # # # #
Fótboltanetmiðillinn er með viðtal við Bjössa vegna félagaskiptanna. Ég er ekki fjarri því að ég sé að komast í stellingar fyrir íslensku deildina – þó enn sé nærri hálft ár í mót.