Þrjár keppnir í kvöld. Ein þeirra hnífjöfn, hinar ójafnari. Annars var þetta sem hér segir:
Verkmenntaskóli Austurlands, Neskaupstað 18 : Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu, Höfn 17. Hörkuspennandi keppni og báðum skólum til sóma. Mig minnir að Hornfirðingar hafi gantast með það í byrjun að þetta væri „slagurinn um Austurland“. Ekki veit hvort Egilsstaðabúar kunni að meta þá hugmynd. Það væri nú áhugavert að fá keppni milli Nobbara og Héraðsstubba í næstu umferð. – Væri ekki tilvalið að láta slíka keppni skera úr um það hvort sveitarfélagið fær Alcoa-forstjórann?
Hraðbraut 15 : Fjölbrautaskólinn í írmúla 9. ítti von á fleiri stigum í þessari keppni. Hraðbraut með tvo keppendur úr undanúrslitaliði síðasta árs hlýtur að ætla sér í sjónvarpið á ný. Eins og í fyrra er skemmtilegur andi í kringum Hraðbrautarliðið, þessi samheldni er til fyrirmyndar í ungum skóla.
Verzlunarskólinn 20 : Fjölbrautaskóli Suðurlands 13. Á fyrra átti Verslingar slaka keppni gegn Iðnskólanum í fyrstu umferð. Eftir hana taldi ég þá ekki til stórræðanna. Annað kom í ljós og Verslingar fóru með sigur af hólmi í Gettu betur. Á ljósi þess sem þá gerðist ættu hin „stóru“ liðin í keppninni að passa sig á að lesa of mikið í stigaskor meistaranna í fyrstu keppni. Það býr hellingur í þessu liði.
Menntaskólinn á Akureyri er sem fyrr stigahæsta taplið, með 19 stig. Þrjár keppnir á morgun geta breytt því: Flensborg mætir Grundarfirði; Garðbæingar mæta Breiðhyltingum og Hamrahlíð keppir við Suðurnesjamenn.
Eitt veldur mér þó vonbrigðum varðandi keppnina í ár. Stelpurnar eru sárafáar og þeirra liðum ekki gengið ýkja vel til þessa. 12 lið eru komin í 16-liða úrslit þegar hér er komið sögu. Aðeins eitt þeirra er með stelpu í liðinu – Menntaskólinn á ísafirði. Þá er bara að krossleggja fingur og vona að einhverjar stelpur skjóti upp kollinum á morgun.