Vor siður

Sneisafullt fréttabréf ísatrúarfélagsins komið í­ hús. Þar má finna greinar um goðafræði, vangaveltur um hvort talan ní­u hafi verið heilög í­ heiðni, frétt af nýbyrjuðu barnastarfi fyrir 5-12 ára, sem geta lært sögur af ásum – og sí­ðast en ekki sí­st er auglýsing fyrir blótið á laugardaginn.

Þar verður spennandi dagskrá og góður matur. Það er hins vegar nauðsynlegt að kaupa miðann tí­manlega á 2.000 kr. Eitthvað verður selt af miðum á staðnum á 2.500 kall, en ekki þó meira en matarbirgðir heimila. Um að gera að skella sér á ásatrúarblót á bóndadag.

# # # # # # # # # # # # #

Við Sverrir kenndum fyrsta heila tí­mann okkar í­ dag. Held að engum hafi leiðst og ágætis umræður spunnust á köflum. Við komumst þó ekki yfir jafnmikið og til stóð, enda er sí­gandi lukka best í­ námskeiðum sem þessum. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið, við tí­matal Súmera, á miðvikudaginn kl. 16:05 í­ VRII. Enn er tekið á móti nýjum nemendum.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag fékk ég skemmtilegt verkefni í­ vinnunni – að komast til botns í­ sagnfræðilegu álitaefni. Það gerði ég svikalaust, en eins og svo oft í­ slí­kum málum reyndist niðurstaðan alls ekki eins afdráttarlaus og vonast var til. Þess í­ stað var margt í­ mörgu – og sumt í­ sumu. Visst antí­klí­max, en skemmtilegt verkefni engu að sí­ður.

Ætla ég að upplýsa hvert verkefnið var? Nei – svo sannarlega ekki. Er þetta þá ekki tilgangslaus bloggfærsla? Jú – lí­klega.