Held að enginn spjallþráður á þessari síðu hafi orðið jafnlangur og þessi hér að neðan, þar sem drátturinn í 2. umferðina er skeggræddur. Á kjölfarið ákvað ég að taka saman lista yfir besta árangur hvers framhaldsskóla í keppninni af þeim skólum sem enn eru starfræktir. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort skólarnir hafi náð þessum árangri einu sinni eða oftar.
Skólar sem sigrað hafa (í stafrófsröð):
1. Fjölbrautaskóli Suðurlands
2. Fjölbrautaskólinn Breiðholti
3. Menntaskólinn á Akureyri
4. Menntaskólinn í Kópavogi
5. Menntaskólinn í Reykjavík
6. Menntaskólinn við Sund
7. Verzlunarskóli Íslands
Skólar sem hafa lent í 2. sæti (í stafrófsröð):
8. Borgarholtsskóli
9. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
10. Menntaskólinn við Hamrahlíð
11. Verkmenntaskólinn á Akureyri
Skólar sem komist hafa í undanúrslit (í stafrófsröð):
12. Fjölbrautaskólinn við írmúla
13. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Höfn í Hornafirði
14. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, bændadeild
15. Menntaskólinn að Laugarvatni
16. Menntaskólinn á Egilsstöðum
17. Menntaskólinn Hraðbraut
18. Verkmenntaskóli Austurlands, Neskaupstað
Skólar sem komist hafa í fjórðungsúrslit í Sjónvarpi (í stafrófsröð):
19. Fjölbrautaskóli Norðurlands-Vestra
20. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
21. Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi
22. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
23. Framhaldsskólinn á Húsavík
24. Framhaldsskólinn á Laugum
25. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
26. Kvennaskólinn í Reykjavík
Skólar sem ekki hafa komist í Sjónvarp:
27. Iðnskólinn í Hafnarfirði
28. Iðnskólinn í Reykjavík
29. Menntaskólinn á ísafirði
30. Stýrimannaskólinn í Reykjavík (aðeins keppt einu sinni)
31. Fjölbrautaskóli Snæfellinga (aðeins keppt einu sinni)
Mér finnst þessi tölfræði býsna áhugaverð. Um 2/3 keppnisskólanna hafa komist í undanúrslit. Það er mjög hátt hlutfall.