Sjálfhverfu Bretar

Það verður ekki af Bretum skafið að þeir eru sjálfhverfasta samfélag í­ heimi. Aðalgrein gærdagsins í­ The Mirror gengur út á að Harry prins hafi hugsanlega rústað möguleikum Lundúna á að hljóta Ólympí­uleikana 2012 með því­ að sjást með hakakrossinn á upphandleggnum.

Á sömu grein kemur fram að einhver fúkyrði sem spænskir áhorfendur létu fjúka í­ garð svartra enskra leikmanna í­ vináttulandsleik á dögunum muni sömuleiðis skaða verulega möguleika Madridar á að hreppa sömu leika.

Uhh… nei!

Þegar kemur að því­ að úthluta Ólympí­uleikum verður vissulega ví­lað og skví­lað – en það er útilokað að stjórnendur Alþjóða Ólympí­unefndarinnar muni komast að niðurstöðunni: „Mmmm, London – yndisleg borg, raunar alveg tilvalin – en verst er að litli bróðir rí­kisarfans er ví­st nasisti. Þá gengur það ekki…“

Svona eru Bretar. Þeir efast ekki um það í­ eina mí­nútu að heimsbyggðin öll fylgist í­ andakt með konungsfjölskyldunni þeirra. Til dæmis trúa margir því­ í­ raun og veru að ferðamannaiðnaðurinn í­ Lundúnum hryndi ef ekki nyti við kóngafólksins.