Á nótt dreymdi mig afar skrítinn draum. Ég var annað hvort að spila ógnarstórt tölvuspil eða fylgjast með tölvuleik. Leikurinn minnti helst á Mario Bros, þar sem markmiðið var að hlaupa undan skrímslum.
Eftir nokkra stund áttaði ég mig á því að fígúran sem var á flótta, var Steinþór miðjumaður Borgarholtsskóla en óvætturin var Þorgeirsboli af málverki Jóns Stefánssonar. – Þá hrökk ég upp.
Nú mega draumspakir ráða hvað mest þeir mega.
# # # # # # # # # # # # # #
Minni á keppnir kvöldsins. Þrjár áhugaverðar viðureignir:
Menntaskólinn við Hamrahlíð mætir Menntaskólanum að Laugarvatni
Verzlunarskóli Íslands mætir Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað
&
Menntaskólinn á Akureyri mætir Menntaskólanum á ísafirði
Á kvöld keppa sem sagt fjögur af þeim sex landsbyggðarliðum sem eftir eru í keppninni og tvær af þeim þremur stelpum sem enn eru með.