Bara tvær viðureignir í kvöld:
Menntaskólinn á Egilsstöðum 22 : Hraðbraut 21. Hörkuspennandi keppni eins og búast mátti við. Hraðbrautarmenn voru aumir sem vonlegt er, enda hart að falla úr keppni með 21 stig. Eyðimerkurgöngu Egilsstaða er lokið og skólinn loksins kominn aftur í sjónvarp eftir nokkra bið. Eftir keppnina kom upp kvittur um að rangt hefði verið talið og að ME hafi mælst með einu stigi of mikið. Til að allt væri nú örugglega á tæru fórum við í hljóðver og spiluðum hraðaspurningarnar á ný. Þar kom í ljós að talningin var hárrétt frá upphafi.
Menntaskólinn í Kópavogi 22 : Fjölbrautaskólinn Breiðholti 14. Kópavogsbúar voru sterkir og áttu ekki í neinum vandræðum með þetta. FB sýndi nokkrar framfarir frá fyrstu umferð en eiga langt í land.
Nenni ekki að skrifa neitt um dráttinn. The Office er að byrja.
Góða nótt.