Á dag fékk ég þær gleðifregnir að Gettu betur-viðureignirnar í ár verða ekki í því vona húsi Smáralind. Því fagna allir góðir menn.
Þess í stað verður fyrsta keppni ársins á miðvikudagskvöldið í beinni útsendingu frá íþróttahúsi Menntaskólans við Sund. Mér líst mjög vel á þessa ákvörðun og held að hún muni stuðla að miklu betri móral á keppnisstað.
Á næstu dögum verða svo teknar ákvarðanir um hvað viðureignir MK og Versló annars vegar en MH og Borgarholtsskóla hins vegar munu fara fram. Ef mig misminnir ekki hefur verið sjónvarpað úr sal Verzlunarskólans, MH og Borgarholtsskóla. Fyrstnefndi salurinn er þó líklega alltof lítill miðað við núverandi umfang. MK hefur keppt í Smáranum minnir mig. Þetta kemur hins vegar allt í ljós á næstu dögum.