Markús Örn fær á baukinn

Nú er ég starfsmaður Sjónvarpsins og ætti því­ lí­klega að fara varlega í­ að skemmta mér yfir blaðagreinum þar sem Markús Örn er rasskelltur. Ég verð þó að viðurkenna að ég hló hátt við lestur greinar Péturs Péturssonar í­ Mogganum:

Hinsvegar er Markús Örn útvarpsstjóri mjög næmur fyrir Ólafi Friðrikssyni. Hann notar tækifærið og sendir mér kveðju í­ Vesturbæjarblaðinu. Þar hreytir hann ónotum í­ okkur Leif Sveinsson, lögfræðing, en við höfum það báðir fram yfir Markús að skrifa læsilegar greinar, sem eldri kynslóðinni þykir fengur að lesa. Hann skeytir skapi sí­nu á okkur Leifi. Blessaður maðurinn. Ferill hans er einhver hinn aumkunarverðasti sem hugsast getur. Hann fórnar sér fyrir flokksmann sinn og foringja. Fer úr vel launuðu ævistarfi. Tekur við starfi borgarstjóra. Fær svo í­ hnén er hann eygir Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingarlið hennar bí­tandi í­ skjaldarrendur. Tekur með þökkum tilboði stallsystur sinnar, Elfu Bjarkar, og þiggur boð hennar um að ví­kja úr starfi. Sí­ðan drekkur hann úr hófsporinu um skeið og bí­ður þess að komast að nýju í­ sinn forna stól, í­ sæti útvarpsstjóra. Þrátt fyrir þessar hrakfarir er Markúsi þó sitthvað vel gefið og skal ég sí­st af öllu synja honum um hrós fyrir það sem vel er gert. Þáttur hans um tónskáldin austfirsku sem sjónvarpað var á gamlárskvöld var á margan hátt vel unninn og ber honum verðugt hrós. En siðblindur er blessaður drengurinn og er það miklu skæðari sjúkdómur en trachoma.

Þegar ég verð gamall ætla ég að semja svona ádrepur í­ blöðin…