4. sjónvarpskeppni

Fjórðungsúrslitunum lauk í­ kvöld með keppni tveggja mjög sterkra liða, MH og Borgarholtsskóla. Spurningarnar voru þyngri en verið hefur, en stigin voru samt sem áður fleiri en í­ hinum viðureignunum.

MH-liðið var skemmtilegt að vanda og hafa eflaust brætt hjörtu margra sjónvarpsáhorfenda. Þau voru nokkrum sinnum óheppin í­ bjölluspurningunum – tóku áhættuna að ýta snemma á bjölluhnappinn og töpuðu þannig dýrmætum stigum. Sérstaklega var það sárt að hlusta á fyrirlestur um Jón úr Vör, þar sem fátt vantaði annað en fæðingarbæinn.

Borghyltingar voru sterkir að vanda. Hélt að þeir myndu fara á taugum við að lenda fjórum stigum undir snemma í­ keppninni, en þeir héldu haus og sigu svo fram úr um miðbikið.

Eftir keppni fóru einhverjir að hnýta í­ tvö atriði í­ dómgæslunni: annað sem ég úrskurðaði Borghyltingum í­ óhag og hitt í­ hag. Annan dóminn töldu menn of vægan, en hinn hefði verið of strangur. Auðvitað vilja svo allir að liði andstæðinganna sé sýnd fyllsta harka en að sitt lið fái að njóta vafans. Það eina sem við dómararnir getum gert, er að ræða í­ þaula fyrirfram hvaða svör teljist gild – hversu nákvæmt orðalag verði að vera við hverja spurningu, o.s.frv. Þessum forskriftum verður svo að fylgja á keppninni. Eftir að hafa skoðað hana á spólu er ég sannfærður um að allt var eins og það átti að vera.

Á næstu keppni mæta MS og Borgarholt í­ í­þróttasal MS. Staðsetning á keppni Versló og MA verður ákveðin sí­ðar.