Ferðin til Sædýrasafnsins

Engin bók var lesin oftar fyrir mig sem krakka en Ferðin til Sædýrasafnsins eftir Jón frá Pálmholti. Besta í­slenska barnabókin? Tja, af hverju ekki?

Nú verður sannreynt hvort bók Jóns heitins sé jafngóð og í­ minningunni. Keypti eintak fyrir smotterí­ á bókamarkaðnum í­ Perlunni. Margt annað flaut með í­ innkaupakörfuna, s.s. þrjár bækur eftir Þórberg, tvær Lukku Láka-bækur o.fl.

Til skamms tí­ma átti ég alla Íslenska knattspyrnu e. Ví­ði Sigurðsson frá 1981. 1999 var nýjasta bókin mí­n, en á markaðnum rakst ég á frábært pakkatilboð: bækurnar frá 2000-2004 allar fimm saman í­ pakka á 5.900 kr. Núna er ég því­ aftur orðinn stoltur eigandi að komplet-safni.

Og hvað kostaði þessi verslunarleiðangur? Tæpar 14.000 krónur. Höfðum við eitthvað við fleiri bækur að gera? – Hvers konar hálfvitaspurning er þetta?

# # # # # # # # # # # # #

Luton var að selja ungan og efnilegan leikmann til Chelsea. Arsenal vildi lí­ka kaupa, en strákurinn tók Eið Smára og félaga framyfir.

Hvers vegna er þetta merkilegt? – Jú, sá stutti er NíU íRA gamall. Er þetta ekki komið út í­ tóma vitleysu?