Engin bók var lesin oftar fyrir mig sem krakka en Ferðin til Sædýrasafnsins eftir Jón frá Pálmholti. Besta íslenska barnabókin? Tja, af hverju ekki?
Nú verður sannreynt hvort bók Jóns heitins sé jafngóð og í minningunni. Keypti eintak fyrir smotterí á bókamarkaðnum í Perlunni. Margt annað flaut með í innkaupakörfuna, s.s. þrjár bækur eftir Þórberg, tvær Lukku Láka-bækur o.fl.
Til skamms tíma átti ég alla Íslenska knattspyrnu e. Víði Sigurðsson frá 1981. 1999 var nýjasta bókin mín, en á markaðnum rakst ég á frábært pakkatilboð: bækurnar frá 2000-2004 allar fimm saman í pakka á 5.900 kr. Núna er ég því aftur orðinn stoltur eigandi að komplet-safni.
Og hvað kostaði þessi verslunarleiðangur? Tæpar 14.000 krónur. Höfðum við eitthvað við fleiri bækur að gera? – Hvers konar hálfvitaspurning er þetta?
# # # # # # # # # # # # #
Luton var að selja ungan og efnilegan leikmann til Chelsea. Arsenal vildi líka kaupa, en strákurinn tók Eið Smára og félaga framyfir.
Hvers vegna er þetta merkilegt? – Jú, sá stutti er NíU íRA gamall. Er þetta ekki komið út í tóma vitleysu?