Fyrri undanúrslitaþátturinn

Ég skal svo sem játa það, að ég átti nú ekki von á hní­fjafnri keppni í­ kvöld milli MS og Borgarholts. Þótt lið MS sé ágætt og hafi hiklaust átt skilið að komast í­ Sjónvarpið, stendur það Borghyltingum talsvert að baki. Það vissu MS-strákarnir og komu til leiks með því­ hugarfari að gera sitt besta.

Frammistaða Borgarholtsliðsins var í­ einu orði sagt frábær. Lokatölurnar 38:15 segja allt sem segja þarf.

Voru spurningarnar og léttar? Tja, ég bar þær saman við keppni MH og Borgó og taldi að munurinn væri ekki mikill. Á hitt ber að lí­ta að sú keppni spilaðist allt öðruví­si. Þar börðust liðin um bjölluna og var oft refsað fyrir. Þessi keppni var samin með það fyrir augum að storka liðunum til að reyna að svara snemma, en munurinn var of mikill til að það yrði raunhæft.

Er ég glatað Star Trek-nörd? Já, svo sannarlega. Reyndar er mér alveg sama. Hver vill hvort sem er vera Trekkari?

Eftir keppnina hófust miklar vangaveltur um það hvort 38 stig væru „metstigafjöldi“ og voru starfsmenn útsendingarinnar svekktir út í­ mig fyrir að lýsa ekki snarlega yfir stigameti. Vandinn er að keppnisfyrirkomulaginu er breytt í­ sí­fellu og því­ tilgangslaust að bera saman stig milli ára. Sjálfur var ég í­ liði sem fékk 53 stig gegn 18 í­ viðureign árið 1995. Á fyrstu árum keppninnar var hægt að fá enn fleiri stig, þegar 8-12 stiga lokaspurningarnar tröllriðu.

Á ljósi þess að flestir GB-nördar landsins lesa þessa sí­ðu um þessar mundir, væri áhugavert að fá ábendingar um hátt stigaskor miðað við ólí­kt keppnisfyrirkomulag.

Jamm.