Sjónvarpsstjarna

Ég er orðinn sjónvarpsstjarna á Sjónvarpi Skelfingu sem er systurstöð Útvarps Ótta.

Útvarp Ótti er besta útvarpsstöð landsins um þessar mundir og væntanlega mun Sjónvarp Skelfing gera slí­kt hið sama í­ sjónvarpsgeiranum. Ójá.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær fékk ég SMS frá þremur mönnum sem allir skipuðu mér að skipta á Ómega. Þar var furðulegur þáttur í­ gangi – spurningakeppni í­ Biblí­usögum fyrir unglinga. Garðar Cortés var í­ spyrilshlutverkinu.

Verulega skringilegt sjónvarpsefni leyfi ég mér að segja.