Sending Amazon kom í hús í kvöld. Tvær tæknisögubækur, önnur þeirra „The Golem at Large“ sem er æðisleg bók, ein sú besta sem ég hef lesið – en þar sem erfitt var að stela bókasafnsbókunum í Edinborg hef ég ekki átt hana fyrr. Hef samt nóg annað að glugga í næstu daga. Les hana milli kúkableyjuskiptinga í fæðingarorlofinu.
# # # # # # # # # # # # #
Barmmerkjagerð í kvöld. Helmingurinn af pöntuninni að vestan tilbúinn. Með dollarann í sögulegu lágmarki ættum við Palli náttúrlega að panta efni í tugþúsundir merkja – en þá kemur á móti spurningin, hvar ætti að geyma draslið?
# # # # # # # # # # # # #
Swindon heima á morgun. Mick Harford er orðinn aðstoðarþjálfari Swindon. Athyglisvert verður að sjá hvaða viðbrögð hann fær. Vonandi hafa stuðningsmennirnir vit á að taka vel á móti honum.