Það er verið að berja út svalirnar á húsunum andspænis Mánagötu 24. Menn með sleggjur mættu í morgun og lemja sem mest þeir mega og steypbrot úr svalahandriðunum þeytast út um allt.
Tók einn þeirra tali og spurði hvort ætlunin væri að steypa upp nýjar svalir, en hann svaraði því til að ný svalahandrið úr ryðfríum málmi kæmu upp eftir helgi. Gömlu handriðin voru orðin morkin og þess utan lægri en staðlar gera ráð fyrir.
Gott að sjá eitthvað gert við þessi gömlu hús við Rauðarárstíginn/Skarphéðinsgötuna – ekki veitti af.