…nei reyndar ekki alveg: „fjólublái baugfingurinn“ er nær lagi.
Puttinn er helaumur og uppblásinn eftir að mér tókst með einstakri lagni að negla framhurð á Volvo á hann. Hef varið mestöllu kvöldinu í að kveinka mér, auk þess að skrúfa saman hálfa IKEA-kommóðu og undirbúa þessar aðgerðir:
# # # # # # # # # # # # #
Á dag lukum við smáverkefni, sem þó var fínt að ná að klára. Fyrir skömmu lofuðum við skipuleggjanda rokkhátíðar alþýðunnar á ísafirði barmmerkjum. Það gerðum við bara vegna þess að pilturinn er frændi Gerðar vinkonu minnar. Annars nennum við ekki að vera í neinu harki varðandi barmmerkjagerðina. Ef við vildum vinna á færibandi, myndum við einfaldlega ráða okkur í frystihús.