Siðbúið um 6. þátt

Það er kvartað á athugasemdakerfinu mí­nu yfir að ekkert hafi verið bloggað um sí­ðari undanúrslitakeppnina á miðvikudag. Það hefur bara ekki verið neinn tí­mi fyrir slí­kt fyrr en núna.

Stemningin í­ salnum í­ MA var frábær. Reyndar mætti ætla að 80% nemendanna í­ MA séu stelpur, í­ það minnsta bar ekki mikið á strákum í­ klappliðinu. Verslingar mættu með tæplega 250 manns norður, en höfðu lí­tið í­ heimamenn að segja í­ hvatningarópum. Spennandi verður að sjá hversu mörgum Akureyringar koma suður fyrir úrslitaleikinn svona rétt fyrir páskafrí­.

Lokatölur voru 25:18, en munurinn á liðunum var þó minni en tölurnar gefa til kynna – þannig vissu Verslingar greinilega svarið við þrí­þrautinni í­ lokin, en fóru of snemma á bjölluna. Það varð þeim reyndar að falli í­ fleiri spurningum. Hraðaspurningarnar fóru sömuleiðis illa hjá þeim og þá var munurinn raunar orðinn of mikill. Versló var með skemmtilegt lið að þessu sinni og með efnilega stráka á köntunum. Það er hins vegar engum blöðum um það að fletta að með Birni Braga og Steinari var liðið í­ fyrra sterkara en liðið í­ ár. Hafsteinn stóð sig eins og hetja, en það dugði ekki til.

MA-liðið hefur vaxið ótrúlega í­ ár. Mér fannst nú ekki sérstaklega mikið til þeirra koma í­ fyrstu umferð gegn Borgarholtsliðinu, þótt hraðaspurningarnar hefðu raunar verið fí­nar í­ þeirri keppni. Það var allt annað að heyra til þeirra í­ fjórðungsúrslitunum gegn ME og þarna þekkti ég þá ekki fyrir sama lið. Það væri hins vegar synd að kalla þá kjaftagleiða æsingamenn – vesalings Logi á í­ mestu vandræðum með að toga upp úr þeim stakt orð annað en stutt og skorinorð svör við spurningunum.

Útlit fyrir hörkukeppni á miðvikudaginn. Spurningarnar eru tilbúnar og eru lí­klega aðeins þyngri en í­ undanúrslitaþáttunum tveimur.

# # # # # # # # # # # # #

íðan leit ég á lokamí­núturnar í­ leik FRAM og FH. Við unnum með minnsta mun, þar sem fjórir leikmenn voru utan vallar á lokasekúndunum. Þetta er nú óttalegt slagsmálasport – en dramatí­kina vantar ekki.

Hvort vill maður mæta Haukum eða íR í­ fjórðungsúrslitunum? Væri ekki bara fí­nt að taka Haukana?