Sigurganga Luton heldur áfram. Á dag lögðum við Blackpool, 1:0. Steve Howard gerði markið. Maðurinn er mögnuð markamaskína.
Nýi leikmaðurinn, Warren Feeney (framherji og norður-írskur landsliðsmaður), fékk að leika síðasta stundarfjórðunginn!
Nú er baráttan fyrst og fremst um titilinn – það er nánast útilokað að við missum Tranmere fram úr okkur.
Nú höfum við 85 stig á móti 82 stigum Hull. Bæði lið eiga fimm leiki eftir. Tranmere á eftir einum leik meira en er bara með 72 stig.
Næsta laugardag mætum við Bournemouth á „Fitness First Stadium“. Fræðilega séð gætum við tryggt okkur upp um deild þar, ef Tranmere tapar á föstudaginn. – Gleðitímar!