Kosningabaráttan marghafna…

Össur Skarphéðinsson er í­ útvarpinu. Að sögn hófst kosningabarátta hans formlega um helgina þegar hann tók í­ gagnið kaffistofu í­ írmúlanum.

Er það misminni mitt – eða er ekki búið að lýsa því­ yfir a.m.k. tuttugu sinnum að þessar helv. formannskosningar séu formlega hafnar?

Er ekki stóra spurningin hvort Össur nái jafnmörgum prósentum atkvæða núna og Tryggvi Harðarson náði í­ sí­ðasta formannskjöri krata? Ég myndi ekki þora að veðja miklum fjármunum á að það takist…

# # # # # # # # # # # # #

Fréttablaðið auglýsir um þessar mundir á talsvert á Talstöðinni. Nú getur verið einhver glóra í­ auglýsingu Moggans í­ útvarpi og sjónvarpi – enda um áskriftarfjölmiðil að ræða – en Fréttablaðið, sem dreift er ókeypis???

Önnur skýring er sú að hér sé á ferðinni eitthvað bókhaldsfiff hjá 365-samsteypunni, til að styrkja erfiðan útvarpsrekstur með hagnaðinum af prentmiðlunum…