Er það ekki annars nafnið á bókmenntaþættinum í Sjónvarpinu þar sem fjölmiðlafólk spjallar almennt um bækurnar á náttborðinu?
Með fyllstu virðingu fyrir þessari tegund dagskrárgerðar, þá vantar alvöru hasarþætti um bækur.
Sumarið 2001, þegar ég var í Edinborg, voru magnaðar umræður á útvarpsstöðinni BBC 5 þar sem tveir rithöfundar tókust á. Annars vegar Will Self, rithöfundur og blaðamaður sem öðlaðist frægð 1997 fyrir að taka heróín á kosningaferðalagi með John Major. Self er einhver beittasti húmoristi í stétt „álitsgjafa“ í breskum spjallþáttum.
Hinn höfundurinn var Richard Littlejohn, sem er umsjónarmaður spjallþátta í sjónvarpi og pistlahöfundur í dagblöðum líkt og Egill Helgason – þótt ekki sé ætlunin að líkja þeim saman að öðru leyti.
Helstu atriðin í skoðanaskiptum þeirra má lesa: hér.