Megasartónleikarnir

Glæsilegir tónleikar í­ Austurbæ í­ gær og aðstandendum til mikils sóma.

Atriðin voru undantekningarlí­tið góð, þótt hljóðmennirnir hefðu öðru hvoru gleymt að kveikja á stöku mí­krafóni og að hljóðið hafi ekki alltaf verið hnökralaust.

Tvö bestu atriðin voru að mí­nu mati Trabant og 5ta herdeildin.

Upphafslag Möggu Stí­nu var sömuleiðis frábært. Sumir duttu niður í­ að stæla Megas, en skemmtilegast var þó þegar persónulegur stí­ll einstakra flytjenda skein í­ gegn. Þannig var afskaplega skemmtilegt að heyra Valgeir, Pálma og KK alla saman taka gamla Megasar-standarda lí­kt og þetta væru þeirra eigin verk.

Eftir tónleika héldum við fjögur heim á Mánagötu. Enn einu sinni kom þar í­ ljós hversu fátæklegt safn heimilisins er af Megasarplötum. Ég þarf að gera alvöru úr því­ að eignast plötuspilara til að ég geti látið greipar sópa í­ Frostaskjólinu…