Mike Newell er æði! Hann er flottasti þjálfarinn í boltanum um þessar mundir – hvað getur maður eiginlega sagt?
Luton mætti Bournemouth á útivelli í dag. Eftir tæpar 25 mínútur misstum við mann útaf. Heimamenn sóttu en markvörðurinn okkar stóð sig eins og hetja.
Undi lok leiksins hefðu flestir sætt sig við jafntefli, enda þriggja forysta á Hull fyrir daginn. En Mike Newell var ekki mættur á suðurströndina til að hirða eitt stig. Á síðustu tuttugu mínútunum setti hann tvo framherja inná og við lukum leiknum með þrjá menn frammi, einum færri. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Enoch Showunmi eina mark leiksins…
Hull mætir Bradford á morgun og verður nú að vinna til að eiga séns í titilinn. Ef Tranmere tapar á þriðjudag verðum við tölfræðilega öruggir um að fara upp – fyrstir liða í deildarkeppninni í Bretlandi.
Á sama tíma tapaði Watford enn einum leiknum og er nú einu sæti og einu stigi frá fallsætinu. Hitt liðið sem Luton-stuðningsmenn hata (þó á talsvert öðrum forsendum), Milton Keynes Dons, tapaði líka. Með sigri á MK Dons í næsta leik, gætum við sett þá í verulega fallbaráttu.
Framtíðin er björt – framtíðin er appelsínugul!
Mike Newell er snillingur. Gleðitímar!
# # # # # # # # # # # # #
Afmælið í gær var ákaflega ljúft. Borðað á Grillinu á Sögu ásamt kjarnafjölskyldum. Endað heima í Mánagötunni. Þar var sérátappaða Júra-viskýflaskan opnuð. Hún var keypt dýrym dómum í ferðinni góðu síðasta sumar – gagngert til að opnast á þessum degi. Viskýið er frábærlega gott. Eitthvað það besta sem ég hef bragðað – sérrýtunnubragðið leynir sér ekki.
Guðrún og Elvar litu í heimsókn í morgun. Elvar dreypti af viksýinu og saman þrykktum við út nokkrum barmmerkjum fyrir bjórfélag Veðurstofunnar það er víst tíu ára um þessar mundir.