Bush Bandaríkjaforseti talar um lýðræðisbyltinguna sem stjórn hans hafi hrundið af stað í heiminum – „þriðja alda lýðræðisins“ var þetta kallað einhvers staðar.
Fjölmiðlar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa gleypt við þessu og eru afskaplega uppteknar af fréttum af mótmælaaðgerðum á götum hinna ýmsu borga í heiminum – þ.e.a.s.: ef stjórnvöld á viðkomandi stað eru ekki í náðinni hjá Bandaríkjastjórn.
Við höfum séð fréttir frá ýmsum fyrrum Sovétlýðveldum af aðgerðum gegn stjórnvöldum sem sökuð hafa verið um kosningasvik eða yfirhylmingu. Oftar en ekki hafa þessar aðgerðir fengið falleg heiti: „appelsínugula byltingin“, „sedrus byltingin“, „bleika byltingin“ o.s.frv…
En hvað gerist þegar svipað virðist upp á teningnum í bakgarði Bandaríkjanna? Á Mexíkó hefur þingið samþykkt í atkvæðagreiðslu að svipta leiðtoga stjórnarandstöðunnar – borgarstjóranum í Mexíkóborg – kjörgengi í yfirvofandi forsetakosningum á vafasömum forsendum. Skoðanakannanir sýna að frambjóðandinn myndi sigra Fox forseta.
Meira en 300 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á föstudaginn og fleiri slíkar hafa verið boðaðar.
Ef sömu atburðir hefðu átt sér stað í Hvíta-Rússlandi, þá þyrftum við ekki að bíða lengi eftir fréttaskýringunum á sjónvarpsstöðvunum eða í Mogganum. En af því að þetta er í Mexíkó, þar sem kjölturakkar Bandaríkjastjórnar eru við völd, þá heyrist ekki neitt. – Alltaf skal erlendu fréttadeildunum takast að falla á prófinu!
# # # # # # # # # # # # #
Fékk eintak af nýju bókinni (og verðandi doktorsritgerðinni) hans Sverris í afmælisgjöf í gær. Steinunn greip hana traustataki og byrjaði á henni í gærkvöld. Sjálfur var ég svo sem búinn að lesa drjúgan hluta í handriti.