Það getur verið gaman að eyða peningum í að fylla enn frekar upp í takmarkað hillupláss heimilisins.
Fór í gær eftir vinnu og festi kaup á Íslenskri orðabók, sem fékkst fyrir 15 þús. í Máli og menningu. Þessi þarf auðvitað að vera til á hverju heimili.
Þvínæst leit ég í Skífuna og keypti disk 5tu herdeildarinnar: íður óútgefið efni. Fyrsta spilun lofar góðu. Á leiðinni renndi ég í gegnum „2 á 2.200“-rekkann og nældi í disk með Johnny Cash og annan með The Smiths sem vantaði í safnið. Herra Ikea mætti fara að búa sig undir að smíða nýja Benno-geisladiskahillu…
# # # # # # # # # # # # #
Ef Tranmere tapar í kvöld er Luton komið upp um deild – fyrst allra enskra liða í ár. Hart er deilt um það á spjallsvæðum hvort betra sé að tryggja sér þetta núna og fagna heima fyrir framan textavarpið eða komast upp með því að vinna á heimavelli á laugardaginn. Þetta myndu sumir kalla lúxusvandamál.