Samfylkingin stalkar enn

Jæja, Samfylkingin heldur áfram að stalka Steinunni.

Steinunn var í­ Alþýðubandalaginu á sí­num tí­ma, skráð í­ Æskulýðsfylkinguna. Hún var hins vegar aldrei í­ Samfylkingunni, en lenti þar inni á félagatali eins og flestir sem skráðir voru í­ gömlu flokkana.

Þetta þýðir að fyrir hverjar kosningar og fyrir hvert prófkjör, fyllist hér allt af ruslpósti. Nú sí­ðast einhverjum #/%#$“ kjörseðli.

Frá 1999 hefur Steinunn í­trekað reynt að frábiðja sér þessar sendingar. Hún hefur margoft hringt á skrifstofur Samfylkingarinnar og nokkrum sinnum sent tölvupóst. ítrekað hefur því­ verið lofað að gengið verði í­ málið – en ALLTAF byrja póstsendingarnar aftur. Stundum bera starfsmenn skrifstofunnar því­ reyndar fyrir sig að þeir þurfi að vita í­ hvaða Samfylkingarfélag Steinunn sé skráð – til að geta skráð hana út. Það er hins vegar hægara sagt en gert að vita inn í­ hvaða deild maður hefur verið skráður að sér forspurðum…

Ef marka má þessi kynni af skrifstofu Samfylkingarinnar, þá virðist umsýsla um félagatalið þar vera í­ STEIK. Annað hvort veldur fólkið á skrifstofunni ekki verkefninu eða markmiðið sé hreinlega að halda fólki á félagaskrá gegn vilja þess – til þess að geta montað sig í­ fjölmiðlum af fjölda flokksmanna.

Annars hef ég eigin skýringu á því­ hvers vegna nafn Steinunnar dúkkar EINA FERíINA ENN upp á félagaskrá Samfylkingarinnar. Hún er sú að eitthvert aðildarfélagið – lí­klega Ungir Jafnaðarmenn – sé að svindla!

Sí­ðasta verk mitt sem formanns Verðandi, samtaka ungs Alþýðubandalagsfólks, var að fara yfir félagaskrá Æskulýðshreyfingarinnar og leiðrétta hana, t.d. með því­ að strika út fólk sem gengið hafði til liðs við Vinstri-græna. Þetta gerði ég haustið 1999, á fundi ásamt Katrí­nu Júlí­usdóttur og fleira fólki. Eftir fundinn lögðum við fram þessa endurskoðuðu félagaskrá, þar sem félögum hafði verið fækkað umtalsvert.

Seinna frétti ég að í­ aðdraganda stofnfundar Samfylkingarinnar hafi forysta ungliðanna, sem þá lutu stjórn pólití­ska nýstirnisins Villa Villa, látið bæta aftur inn öllum nöfnunum sem tekin höfðu verið af skrá. ístæðan var sú að þannig fengu ungliðarnir fleiri fulltrúa á stofnfundinum og áttu aukna möguleika á að vinna kosningar í­ ýmsar stjórnir og ráð.

Er það kannski skýringin á því­ hvers vegna fólk, sem sannarlega vill ekki vera í­ Samfylkingunni, kemst ekki af listum þar – að einstök félög, t.d. ungliðahreyfingin, séu að senda viljandi frá sér vitlausa lista til að fá fleiri fulltrúa á landsfund? Eru kannski Ungir Jafnaðarmenn að tryggja sér fleiri atkvæði til stuðnings ígústi Ólafi með því­ að halda inni gömlum fulltrúum úr Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins frá því­ fyrir 1999? Mér er næst að halda það.

Að lokum – ein beiðni frá Steinunni:
Ef það er einhver sem les þessa sí­ðu, sem hefur einhver völd eða áhrif innan Samfylkingarinnar – gæti viðkomandi þá VINSAMLEGAST beitt sér fyrir því­ að þessu stalki hætti! Þ.E.E.B.Þ.E.S! (Þeir sem ná þessari sí­ðustu ví­sun, fá hrós að launum.)