3 dómarar

Lét plata mig í­ spurningakeppni sí­ðdegis á talstöðinni. Ólafur Bjarni Guðnason, dómari í­ Gettu betur árin 1994-5 og einn af mönnunum í­ kringum „Viltu vinna milljón?“ sér um spurningaleik í­ léttum dúr alla miðvikudaga.

Andstæðingurinn var ekki af verri endanum – öðlingurinn Svenni Guðmars. Við vorum því­ saman komnir þrí­r fyrrverandi GB-dómarar.

Ég var ljónheppinn með spurningar. Mí­n bókmenntaspurning var um Brotahöfuð eftir Þórarinn Eldjárn, sem við Svenni höfum báðir lesið. Hans var um Vélar tí­mans eftir Pétur Gunnarsson, sem hvorugur vissi mikið um. Þar að auki fékk ég tvö stig fyrir Newton-spurningu sem ég hefði aldrei getað svarað nema út af ví­sindasögunámskeiðinu okkur Sverris.

Fyrir vikið hafði ég betur og á að mæta aftur næsta miðvikudag. Ég hlakka bara til þess, enda Ólafur Bjarni einhver mesta spurningakempa landsins.