Sigurganga Luton heldur áfram. Að þessu sinni var útlitið ekki bjart, 1:2 undir á heimavelli með 7 mín. til leiksloka og stuðningsmennirnir sáu fram á að taka á móti bikarnum eftir tapleik.
Jöfnunarmark úr vítaspyrnu reddaði stemningunni og svo skoruðum við tvö mörk í uppbótartíma – lokatölur 4:2.
97 stig og ein umferð eftir, ellefu stigum á undan liðinu í öðru sæti. Þá er bara að ljúka þessu með glans á móti Doncaster á laugardaginn kemur. Á kjölfarið má svo fara að finna stað fyrir styttuna af Mike Newell sem verður að reisa hið fyrsta. Ég mæli með því að hún verði úr gulli, en augun úr eðalsteinum…