Jæja, þá er formannsefnið litla búin að mæta á sína fyrstu pólitísku aðgerð – morgunkaffi Samtaka herstöðvaandstæðinga á 1. maí.
Að þessu sinni var morgunkaffið í Listhúsinu í Laugardal. Ég var smeykur um að ný staðsetning gæti bitnað á mætingunni, en var í góðu lagi – eitthvað innan við hundrað manns þegar allt var talið.
Ólína var klædd í sparikjól í tilefni hátíðarhaldanna, en það verður að viðurkennast að hann er meira bleikur en byltingarrauður…
# # # # # # # # # # # # #
Skemmtikvöldið hjá FRAM tókst vel í gær. Stoppaði reyndar stutt. Rumpaði af spurningakeppni leikmanna og þjálfara eins og um var rætt og hlustaði á Össur Skarphéðinsson segja brandara, einkum á kostnað írna Johnsen og Sigga Kára.
Stemningin er fín í Safamýrinni um þessar mundir. Nú telur maður bara niður dagana í mót!