Góður smekkur

Mér skilst að það sé ekki lengur móðins að setja smábörn í­ smekk þegar þau gúffa í­ sig. Þess í­ stað eru börn sett í­ einhverskonar eiturefnagalla sem gerir það að verkum að grí­sirnir geta hakkað í­ sig án þess að óhreinka fötin.

Hvað sem því­ lí­ður fékk Ólí­na æðislegan smekk í­ gjöf frá Kjartani og Sylví­u. Framan á smekknum er mynd af Che. Það er góður smekkur.