Dyggur þjónn kvaddur

Á morgun fór ég með Volvoinn minn í­ Hringrás. Þar var hann hakkaður í­ spað af stórvirkum vinnuvélum. Á næstu dögum fæ ég 15 þúsund kall inn á bankabókina mí­na.

Ég sakna bí­lsins mí­ns. Þetta var góður bí­ll.

# # # # # # # # # # # # #

Milli skorsteinanna á flestum húsum í­ hverfinu mí­nu eru strengdar lí­nur. Þær virðast engum tilgangi þjóna. Á dag fór ég til Benedikts og Sigrí­ðar á efri hæðinni með heitavatns-reikninginn. Spurði Benedikt til hvers snúrurnar væru. Hann sagði þær gömul útvarpsloftnet. Sé ekki hvernig það hefur átt að virka. Hvers vegna að strengja útvarpsloftnet hús úr húsi? Getur einhver mér fróðari útskýrt leyndardóminn?

# # # # # # # # # # # # #

Ekki tókst Luton að tryggja sér 100 stig. 98 urðu að duga. Nú ætla ég ekki að hugsa meira um enska boltann fyrr en í­ haust. Íslenski boltinn er málið núna. Fyrsti leikur á mánudag!